Skilmálar

Upplýsingar
Vefverslunin Hulan er rekin af Skjaldbaka ehf., kt. 431108-1270, VSK nr. 111776. Hægt er að hafa samband á netfangið skjaldbaka@skjaldbaka.is eða í síma 7805000.

Greiðsla
Við bjóðum upp á fjóra greiðslumöguleika: greiðsla með kreditkorti, debetkorti, netgíró eða millifærslu.

Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar, Hulan fær því aldrei kortaupplýsingar kaupenda.

Sé greiðsla gerð með millifærslu skal leggja inn á reikning innan 24 klst frá kaupum. Hafi greiðsla ekki borist innan þess tíma er pöntunin ógild. Reikningsnúmer er 0528 - 26 - 001664 og kt er 431108-1270. Gott er að senda kvittun úr heimabanka á skjaldbaka@skjaldbaka.is með pöntunarnúmeri í tilvísun.

Sendingarmáti

Frí heimsending ef verslað er fyrir 10.000kr eða meira.

Afhendingartími er alla jafna 1-3 virkir dagar. Á stórum dögum eins og eftir afslætti, í kringum jól og þess háttar gæti tíminn lengst örlítið. 

Verð
24% virðisaukaskattur er innifalinn í öllu vöruverði. 

Vöruskil

Skilafrestur er 14 dagar frá kaupum. Vöru fæst aðeins skilað sé hún ónotuð og í upprunalegum umbúðum. Tilkynna skal vöruskil á skjaldbaka@skjaldbaka.is. Boðið er upp á endurgreiðslu eða vöruskipti. Endurgreiðsla er gerð í sama formi og greitt var fyrir vöruna. Aðeins er endurgreitt á þann aðila sem greiddi fyrir vöruna upphaflega, sá sem fær vöru að gjöf getur því aðeins krafist vöruskipta en ekki endurgreiðslu. Athugið að kaupandi ber ábyrgð á sendingunni þar til hún hefur borist Hulunni. Heimsendingargjald fæst ekki endurgreitt. Útsöluvörum er ekki hægt að skila né skipta.

Vinsamlegast athugið að endurgreiðsla er eingöngu í boði innan 14 daga frá kaupum. Vörur sem eru með skiptimiða (gjafir) er hægt að skila innan skilafrests sem gefinn er upp á skiptimiða og er þá boðið upp á vöruskipti eða inneignarnótu. 

Fyrirvari

Allar upplýsingar og verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og myndbrengl. Hulan áskilur sér rétt til þess að hætta við pöntun komi í ljós að varan hafi verið vitlaust verðmerkt eða uppseld. Í þeim tilfellum fær viðskiptavinur endurgreitt.

Persónuupplýsingar
Fullum trúnaði er heitið vegna persónuupplýsinga. Hulan mun ekki í neinum tilvikum veita þriðja aðila persónuupplýsingar viðskiptavina sinna.